Bíókvöld

Vínland

Nú ætlum við að sýna stór söngleikinn Vínland eftir Helga Þórsson á bíó tjaldinu í Freyvangi. Þá er við hæfi að taka aðeins saman ummæli um sýninguna þegar hún var í gangi.

Úr ummælum um leiksýninguna Vínland:

Virkilega góð sýning! Tónlistin góð og textarnir mjög skemmtilegir. Allir leikarar standa sig með einstakri prýði. Sviðsmyndin er stórkostleg og búningarnir meiriháttar og ljóst að mikið fjármagn og vinna hafa farið í undirbúning fyrir þetta verk. Það er sko alveg þess virði að sjá þetta verk.

P.S. Mér finnst nú reyndar að allir landsmenn ættu að slá til, skreppa á Norðurland og eyða helginni inn á milli fagurra fjalla, í rómantískum rjóðrum dalanna eða í kvöldroðanum við pollinn. Þar er alltaf jafn fallegt hvort sem er að vetri eða sumri. “Sjá Vínland í Freyvangi” Sjáumst í Eyjafirði!! – H. Þorbjörg Jónsdóttir

Vínland er fjölmennur söngleikur eftir Helga Þórsson sem gerist á tímum víkinga  meðal norrænna manna á Grænlandi og svo færist sögusviðið yfir til Vínlands í Ameríku. Sagan fjallar um; ástir og örlög, kristni og heiðni, víkinga og indjána, gleði og sorgir en umfram allt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir.

Rokksöngleikurinn Vínland hefur fengið frábæra dóma.

Þetta var meiri­hátt­ar, þegar þetta var kynnt á dög­un­um urðu því­lík fagnaðarlæti, það var eins og Óskar­inn væri kom­inn í höfn,“ seg­ir Helgi Þórs­son, en rokk­söng­leik­ur­inn Vín­land, sem hann er höf­und­ur að, var val­inn at­hygl­is­verðasta áhuga­leik­sýn­ing árs­ins. Helgi er forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Helgi og hljóðfæra­leik­ar­arn­ir og er Vín­land byggt á verk­inu Land­nám eft­ir sveit­ina. Söguþráður verks­ins er spunn­inn upp úr Græn­lend­inga­sögu.

Verkið var sett upp í Frey­vangs­leik­hús­inu í Eyja­fjarðarsveit, en þetta er í þriðja sinn sem Frey­vangs­leik­húsið er valið með at­hygl­is­verðustu áhuga­leik­sýn­ing­una. Vín­land verður sett upp á stóra sviði Þjóðleik­húss­ins 12. júní næst­kom­andi og mæt­ir Helgi þar með alla hljóm­sveit sína til að leika und­ir í sýn­ing­unni. „Mús­ík­in í sýn­ing­unni átti upp­haf­lega aðeins að vera leik­in af bandi en svo þegar leið að sýn­ing­ar­lok­um hér fyr­ir norðan var ákveðið að kýla á sýn­ingu með lif­andi hljóm­sveit. Þá fór eitt­hvað neista­flug í gang og það var ekki bakkað eft­ir það,“ seg­ir Helgi sem hef­ur mjög gam­an af sam­spil­inu á milli hljóm­sveit­ar­inn­ar og leik­ar­anna.

Ekki er á döf­inni hjá Helga að snúa sér al­farið að leik­rita­skrif­um þrátt fyr­ir þessa vel­gengni. „Ég þarf að sinna minni gul­róta­rækt og rabarbara­víns­brugg­un og hinum áhuga­mál­un­um. Ég á al­veg von á and­an­um aft­ur en það er aldrei að vita í hvaða formi hann verður.“ Vín­land verður sýnt í Frey­vangi í kvöld og á morg­un og í Þjóðleik­hús­inu 12. júní. ing­veld­ur@mbl.is

Af ummælum um sýninguna má draga þá ályktun að þetta einstaka tækifæri til að sjá þessa mögnuðu sýningu sé eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Svona til gamans þá fylgir hérna að neðan viðtal sem var tekið við Helga Þórsson þegar ljóst var að Vínland var að fara í Þjóðleikhúsið.

https://fb.watch/kpVzC2rqb2/

Bíóið hefst kl.20 föstudaginn 12.maí og húsið opnar kl.19. Miðaverð 1.0000kr og barinn verður opinn.

Hlökkum til að sjá ykkur í Freyvangi.

Hópatilboð

Miðinn kostar á fullu verði 3.500kr.

Hópatilboð 1: 8-20 manns 3.000kr miðinn

Hópatilboð 2: 20-50 manns 2.500kr miðinn

Hópatilboð 3: 50 manns eða fleiri 2.000kr miðinn

Hópatilboð 4: Ef keyptur allur salurinn (sirka 110 sæti) 220.000kr

Upplýsingar um sýningartíma eru á tix.is og hér til hliðar

Svo er líka hægt að semja við okkur um allskonar og erum við mjög sveigjanleg ef hóparnir ná ekki uppsettum stærðum. 🙂

Einnig erum við með léttvínveitingaleyfi og rúmar sjoppan/kaffistofan okkar um 50 manns í sæti, þar erum við með bar og sjoppu svo hægt er að semja við okkur um að koma fyrr á sýningu og hittast þar.

Húsið opnar almennt klukkutíma fyrir sýningu, og salurinn opnar u.þ.b. korteri fyrir sýningu. Þá er alveg tilvalið að hittast á barnum og ræða það sem ræða þarf fyrir sýningu.

Ef einhverjar spurningar eru eða viljið panta miða þá endilega hafið samband, annaðhvort með tölvupósti freyvangur@gmail.com, í síma Freyvangsleikhússins 857-5598 eða í síma formanns (Jóhanna) 867-3936.

Fólkið í Blokkinnni

Á vordögum setur Freyvangsleikhúsið upp Fólkið í Blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson.

Margir kannast við sögurnar af þessu fólki sem býr í sömu blokk. Um er að ræða hálfgert smásagnasafn sem kom fyrst út á bók 2001.

Ólafur Haukur Símonarson

Leikgerðin var fyrst sett upp af Leikfélagi Reykjavíkur 2008 og var fylgt eftir með diski með lögunum úr verkinu, Í leikgerðinni er sagan nokkuð breytt frá bókinni, þó að persónur séu að miklu leiti þær sömu og húmorinnn sá sami.

Árið 2013 var svo sýnd 6 þátta sería á RÚV um þessar persónur sem var hvorki nákvæmlega sama saga og bókin og ekki heldur sama saga og leikverkið. En nánar að verkinu sjálfu.

Fólkið í Blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk sem ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft.
Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér
Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru.

Tekst þeim að frumsýna söngleikinn?!
Ná Sara og Hannes saman?!
Hver á skjaldbökuna í baðkarinu?!
…og hvar er fjarstýringin?!!!

Öllum þessum spurningum nema einni verður svarað 24. febrúar og svo um hverja helgi eftir það fram á vorið.

Prufur fyrir Fólkið í blokkinni.

Áheyrnarprufur fyrir Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson verða í Freyvangi föstudaginn 2.des milli kl.17-21 og laugardaginn 3.des milli kl.18-22.

Áætlað er að æfingar hefjist 9.janúar og frumsýnt 24.febrúar.

Verkið er gamanleikrit með tónlist og söng og eru engin hlutverk fyrir börn.

Hlökkum til að sjá ykkur í Freyvangi.

Karíus og Baktus

Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um “kallana” tvo sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965.

Fyrsta útgáfa sögunnar kom út árið 1941 í safni smásagna og var þá töluvert styttri.

Eftir sögunni var gert útvarpsleikrit árið 1946 og þá bætti höfundurinn, Thorbjørn Egner, við tónlist í samstarfi við tónskáldið Christian Hartmann, en þeir áttu seinna eftir að vinna aftur saman að tónlist við annað þekkt verk Egners, Dýrin í Hálsaskógi.

Útgáfan sem við þekkjum kom svo út á bók 1949, myndskreitt af höfundinum sjálfum. Eftir þeirri sögu var gerð leikgerð sem tekin var upp sem brúðumynd og leikstýrt af höfundi. Myndin var frumsýnd árið 1955. Fyrsta þáttinn úr þerri mynd má finna á Youtube, reyndar með enskri talsetningu (https://www.youtube.com/watch?v=VOJo73IGpfE).

Þeir félagar bárust til Íslands 1965 þegar út kom hljómplata með leikritinu í íslenskri þýðingu Huldu Valtýsdóttur, sú útgáfa var gerð að sjónvarpsleikriti hjá ríkissjónvarpinu seint á 7 áratugnum eða snemma á þeim áttunda.

Frá því að sjónvarpsleikritið kom út hafa mörg leikfélög tekið verkið upp, bæði áhuga- og atvinnuleikfélög og hefur verkið þróast nokkuð á þeim tíma en boðskapurinn er alltaf sá sami, hugsaðu vel um tennurnar þínar!

Leikritið um Karíus og Baktus í uppsetningu Freyvangsleikhússins verður frumsýnt 26. nóvember kl. 13:00. Almennt verða tvær sýningingar á laugardögum og tvær á sunnudögum, kl. 13:00 og 15:30.

Miðasala fer fram í síma 857-5598 og á tix.is.

Forsíða fyrstu útgáfu bókarinnar um Karíus og Baktus

Frábærir tónleikar, Eitt spor enn.

Síðastliðið laugardagskvöld fóru fram tónleikarnir Eitt Spor Enn, þar sem fjöldi listamanna, eða um 65 manns, fluttu lög Eiríks Bóassonar við ljóð ýmissa höfunda.
Er það mál manna að annað eins hafi ekki sést lengi í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru um 170 og ekki vitað til að neinn hafi farið ósáttur heim.

Fyrir tónleikunum stóð Hollvinafélag Freyvangsleikhússins og framkvæmd var í höndum þeirra og Freyvangsleikhússins.

Hollvinafélag Freyvangsleikhússins og stjórn Freyvangsleikhússins vilja þakka öllum sem að stórtónleikunum, síðasliðið laugardagskvöld, stóðu. Það væri ekki hægt að setja á svið svona mikla skemmtun án alls þessa frábæra fólks sem tók höndum saman og gaf alla vinnu sína í þetta verkefni. Líka þökkum við öllu því fólki sem kom og upplifði þessa tónlistarveislu Eiríks Bóassonar fyrsta vetrardag 2022 í Freyvangi og styrkti þar af leiðandi við áframhaldandi starfsemi Freyvangsleikhúsins. Þessir tónleikar voru liður Hollvinafélags Freyvangsleikhússins í að safna fyrir rekstrargjöldum af húsinu Freyvangi fyrir Freyvangsleikhúsið.

Eitt Spor Enn

Tónlistaveisla með lögum Eiríks Bóassonar.
Hollvinafélag Freyvangsleikhússins stendur fyrir tónlistarveislu í Freyvangi fyrsta vetrardag, þann 22.október.
Erík Bóassson, eða Eika Bó, þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa eitthvað verið viðloðandi Freyvangsleikhúsið síðustu 30 árin eða svo. Þar hefur hann tekið þátt í ófáum sýningum, bæði á sviði og í tónlistarflutningi.

Það sem færri vita er að eftir hann liggja fjöldinn allur af lögum við texta hinna ýmsu listamanna. Þónokkur þeirra hafa verið gefin út, m.a. gáfu Eiríkur og Jóhann Jóhannson út tvo diska sem Eiki og Jonni, “Okkar Vegna”, 1996 og “Á Nálum” 2000. Á þessum diskum er að finna 14 lög eftir Eika, þar á meðal lagið Eitt Spor Enn, sem er samið við texta Emilíu Baldursdóttur.

Á tónleikunum verður úrval af lögum Eika í flutningu frábærra hljóðfæraleikara, þar á meðal er Eiki sjálfur og hvorki meira né minna en tveir kórar.

Fram koma:
Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls, stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson
Jódís
Svetlana Beliaeva
Olga Ivkhuanova
Óskar Pétursson
Margrét Árnadóttir
Hannes Örn Blandon


Hljómsveit:
Ingólfur Jóhannsson
Hermann Arason
Halldór G. Hauksson
Kristján Jónsson
Guðlaugur Viktorsson
Einar Guðmundsson
Eiríkur Bóasson

Kynnir verður Valdimar Gunnarsson
Skemmtunin hefst kl. 20 og miðaverð er 3.000kr.
Miðasala í síma 857-5598 og á freyvangur@gmail.com

Vel heppnað Bingó og Stuttverkaskemmtun

Bingó helgarinnar hepnaðist sérlega vel, enda skipulagt af Bingó-reynsluboltum.

Um 120 manns mættu og spiluðu tíu leiki.

Ormur og Jóhanna sáu um að velja bestu tölurnar hverju sinni, en ekki dugði það til að allir gætu unnið en þó gengu allir sáttir frá borði.

Við viljum þakka öllum sem mættu og einnig öllum sem gáfu þessa veglegu vinninga sem í boði voru

Um næstu helgi verður svo stuttverka sýning þar sem sýnd verða nú frumsamin verk. Öll eru þau samin af félögum í Freyvangsleikhúsinu ásamt því að vera leikstýrt og flutt af félögum.

Nánar um stuttverkasýninguna á Fésbókarsíðu félagsins