Gleðilegt sumar
Freyvangsleikhúsið óskar landsmönnum gleðilegs sumars með þessari mynd af sólblómi.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína til Himnaríkis og sérstaklega þökkum við allar þær hlýju kveðjur sem okkur bárust.

Nú þegar er undirbúningur næsta leikárs hafinn og í ágúst verður lagt af stað með æfingar fyrir haustverkefnið. Að venju breytum við til og að þessu sinni er ætlunin að setja upp metnaðarfullt barnaleikrit með söngvum sem allir ættu að kannast við.

Þetta verður í fjórða sinn sem Freyvangsleikhúsið ræðst í haustverkefni og alltaf hefur verið reynt að fara nýjar leiðir. Fyrst var ráðist í að setja upp Memento mori, framúrstefnulegt verk með heimspekilegum vangaveltum. Annað haustverkefnið var Bannað börnum, frumsaminn gamanleikur sem sótti innblástur sinn í íslenskar þjóðsögur og í fyrra var það Nývirki, níu stuttverk eftir félaga í Freyvangsleikhúsinu. Það er von okkar að næsta haustverkefni eigi ekki síður, og jafnvel enn frekar, eftir að vekja athygli og áhuga áhorfenda.

Freyvangsleikhúsinu hefur einnig tekist að tryggja sér, fyrst íslenskra leikhúsa, sýningarrétt á Íslandi að þekktu bresku leikriti sem slegið hefur í gegn á West End og víðar í hinum enskumælandi heimi og var m.a. valið besta gamanleikritið á Bretlandi árið 2010. Þetta þekkta verk verður vorverkefni Freyvangsleikhússins og verður nánar kynnt þegar líður á haustið, en auk þess að vera þekktur gamanleikur tekur það á alvarlegu málefni og má nefna að sýningargjöld og höfundalaun af sýningunum munu renna til krabbameinsrannsókna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s