Fyrsta verkefni Freyvangsleikhússins á þessu leikári verður barnaleikritið Emil í Kattholti, eftir sögum Astrid Lindgren.  Um er að ræða nýja leikgerð sem aldrei hefur verið sett upp áður á Íslandi.  Þýðandi leikgerðarinnar er hinn góðkunni Guðjón Ólafsson og leikstjóri hin þrautreynda Saga Jónsdóttir.

Áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin (Emil og Ídu) verða í Freyvangi laugardaginn 24. ágúst frá kl. 13:00 og sunnudaginn 25.ágúst á sama tíma.  Emil þarf að vera á aldrinum 11-12 ára og Ída 7-9 ára.  Við leitum að krökkum sem finnst gaman að leika og syngja og eru reiðubúin að eyða miklum tíma í Freyvangi.  FORELDRAR ERU BEÐNIR UM AÐ FYLGJA BÖRNUM SÍNUM Í ÁHEYRNARPRUFUR.

Skráning í prufur er á facebook.com/freyvangur og þar skal taka fram nafn og aldur og símanúmer foreldris.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s