Heil og sæl kæru leikhúsgestir!

Eins og eflaust margir, glöggir fylgendur Freyvangsleikhússins hafa tekið eftir, þá hefur heimasíðan, freyvangur.net, okkar legið niðri í þó nokkran tíma. En nú er komin ný, betrumbætt síða í loftið undir slóðinni http://www.freyvangur.is!

Á nýju síðunni okkar er margt skemmtilegt að finna, eins og ýmsar myndir úr leikhúsinu, saga leikfélagsins, lög félagsins og margt annað gott og nytsamlegt. Á næstu misserum munum við halda áfram að bæta við inn á síðuna, þá sérstaklega myndum, svo að áhugamenn geti rifjað upp gamla og góða tíma.

Ýmislegt hefur á daga okkar dregið, hér í Freyvangsleikhúsinu síðan gamla síðan lokaði. En síðasta vor settum við upp gamanleikinn Góðverkin kalla! undir leikstjórn þeirra hjóna Margrétar Sverrisdóttur og Sr. Odds Bjarna Þorkellssonar, og voru viðtökur mjög góðar.

Og síðustu vikur höfum við verið að æfa nýtt og spennandi verkefni fyrir haustmisserið, en það er Afmælissýning Freyvangsleikhússins! Núna í ár eru nefnilega 60 ár síðan fyrst var sett up leiksýning í Freyvangi, en það var leikritið Ráðskona Bakkabræðra árið 1957. Húsið ómar enn á ný af leik og söng en góður hópur eldri og yngri félaga undir styrkri stjórn Vandræðaskálda munu stíga á stokk og leiða ykkur í gegnum brot af því besta úr ýmsum sýningum. Dramatísk, fyndin, skrýtin og skemmtileg atburðarás ásamt safaríkum sögum af baksviðinu og uppákomum á sýningum.

Stefnt er að frumsýningu í byrjun nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar.
Hlökkum til að sjá ykkur!

644A1353_preview
Aðstandendur Afmælissýningar Freyvangsleikhússins

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s