Góðir hálsar!
Verkefni vetrarins að þessu sinni verður verkið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson, gaman/drama með söngvum, undir leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar.
Saga kaupmannsfjölskyldu í Reykjavík í byrjun sjöunda áratugarins. Tónlistarhæfileikar fjölskyldunnar brjótast út á mismunandi hátt hjá meðlimum hennar og krydda verkið, tónlistin er dægurflugur þess tíma. En undir niðri krauma óuppgerð átakamál, breyskleiki, og útskúfun takast á við umburðarlyndi og mannúð.
Í dag fengum við hóp af góðu fólki í vinnustofu með leikstjóranum, en á morgun , sunnudaginn 3. desember, verður samlestur kl. 13 og söngprufur á eftir.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem í leik og söng eða á bak við tjöldin, eru velkomnir en að þessu sinni eru engin bitastæð hlutverk fyrir börn í verkinu sjálfu. Og ef það eru einhverjir sem hafa áhuga á að vera með en komast ekki akkúrat á þessum tíma, þá er minnsta málið að hafa samband, annað hvort í skilaboðum á facebook eða í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.
Vonumst til að sjá sem flesta á morgun kl. 13 í Freyvangi.
Hittumst heil!