Kennslukonan í bænum kennir börnunum lestur, skrift, stærðfræði og alla mögulega hluti. Hún er pínu ströng, en afskaplega ljúf og góð.
Hvað heitir þú?
Erla Ruth Möller
Hvað ertu gamall/gömul?
30
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Kennslukonuna
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Kjólinn hennar
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já, klæddi mig upp sem Lína á öskudaginn þegar ég var 7 eða 8 ára. Blómavír í hárinu og allt.
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
Námskeið í LA þegar ég var krakki, allir söngleikir VMA meðan ég var þar, og er nýkomin heim frá New York þar sem ég var í leiklistarnámi. Svo líklega svona 20 af mínum 30 árum.
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Þetta er leikrit númer 2, var áður í Emil í Kattholti fyrir 5 árum síðan.
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Sá Jesus Christ Superstar í Freyvangi þegar ég var u.m.þ.b 3 ára þegar pabbi var í því og það var eiginlega ekki aftur snúið eftir það.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Red Bull
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Apa, miklu auðveldara að ferðast með hann með sér.
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Í Sjóræningjanum
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
9
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist?
Að ástæðan fyrir því að vampýrur sjást ekki í speglum er af því að í gamla daga var silvur í speglum. Svo í rauninni ættu nútíma vampírur alveg að geta speglað sig.
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Hann er reyndar ekki mjög leyndur, en ég er mjög góð í að labba á stultum.
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Stór
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi… en man ekki alltaf hvað það er.
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.