Heil og sæl kæru vinir og félagar.
Þó svo að sumar sé ekki alveg búið enn þá styttist í haustið og stjórn Freyvangsleikhússins er hefur hafið störf sín við að undirbúa komandi leikár.
Það er spennandi vetur í kortunum hjá okkur og auglýsum við frekar verkefni haustsins á komandi dögum. Fylgist vel með kæru félagar, og fyrir áhugasama væri alls ekki galið að taka frá helgina 24. – 25. ágúst.
Við minnum á handritasamkeppina okkar, en skilafrestur er til 10. október svo það er enn tími til að setjast við skrif.
Keppnin er opin öllum en eingöngu er tekið við frumsömdum handritum að verkum í fullri lengd. Handritum skal skilað útprentuðum og undir dulnefni til að gæta að algjöru hlutleysi. Alvöru nafn og símanúmer höfundar skal skilað með handritinu í lokuðu umslagi.
Verkið sem verður fyrir valinu verður sett á svið á árinu 2020.
Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.