Hvað heitir þú? Daði Freyr Þorgeirsson
Hvað ertu gamall/gömul? Ég er 33 verð 34 í Desember.
Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi.
Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Mortimer Brewster
Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hvað hann reynir að vernda gömlu systurnar frá öllu þó svo að hann ætti í raun bara að gefast upp.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Nei ég leyni aldrei hæfileikum
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Ég byrjaði 2012 en hef tekið mér 2 hlé frá þessu í góðan tíma
Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já ég lék Jökul Heiðar í Góðverkin Kalla 2017 minnir mig
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Bróðir minn átti að leika hlutverk en forfallaðist. Þá var hringt í mig og spurt hvort ég væri ekki til og ég sagði bara já. Svo var bæði mamma og pabbi virk í leikfélagi þegar ég var ungur.
Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Frábær!
Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Nærbuxur!
Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Ég er ekki viss en hallast að Guðjóni.
Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!
Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.