Við hjá Freyvangsleikhúsinu erum ekki tilbúin til að kveðja sýninguna okkar um Önnu Frank og sambýlinga hennar á leynilega háaloftinu.
Þessi leikgerð var frumsýnd á fjölum Freyvangsleikhússins fyrir um ári síðan, við alveg hreint frábærar viðtökur, en um er að ræða nýja þýðingu sem hafði aldrei áður verið sýnd á Íslandi áður.
Leikritið segir frá þeim tveim árum sem Anna Frank, 13 ára hollensk gyðingastúlka, dvaldist í felum undan nasistum á hrörlegu háalofti í vöruskemmu í Amsterdam, ásamt foreldrum sínum, systur og fjórum öðrum gyðingum. Þennan tíma heldur Anna dagbók sem hún trúir fyrir tilfinningum sínum og því hvernig hún upplifir þennan tíma þar sem skiptast á skin og skúrir.
Við munum að sjálfsögðu fara eftir settum takmörkunum hvað varðar samkomur og sóttvarnir.
Gildandi takmarkanir í samkomubanni hljóða svo:
„Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild að hafa allt að 50 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Heimilt er að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum í bókuð sæti með 1 metra nálægðarmörkum og gestum skylt að nota andlitsgrímu, börn fædd 2005 og síðar teljast ekki með framangreindum fjölda gesta. Hlé er leyfilegt en áfengissala er óheimil.“
Covid.is
Þess vegna erum við með takmarkaðan miðafjölda í boði fyrir hverja sýningu ásamt því að vera með númeruð sæti. Miðasala raðar gestum í sæti eftir pöntunum í samræmi við nálægðartakmarkanir. Ekki er hægt að panta ákveðin sæti fyrirfram nema í einstaka tilvikum ef um einstaklinga með hreyfihamlanir eða hjálparbúnað er að ræða, sbr. einstaklingar sem notast við hjólastól, hækjur, göngugrind o.þ.h. Vinsamlegast látið miðasölu vita tímanlega svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.
Öllum gestum sem og starfsfólki er skylt að vera með andlistgrímu. Gestir mæta með eigin grímu ef kostur gefst, en ef ekki þá verða grímur skaffaðar á staðnum.
Munum kurteisisbilið, virðum sóttvarnir og sýnum aðgát.
Miðasala fer fram í síma 857-5598 og á Tix.is
