Kæru vinir og félaga.

Í ljósi aðstæðna þurfum við að loka dyrum Freyvangsleikhússins til að koma til móts við hertar aðgerðir í sóttvarnaraðgerðum. Fyrir vikið fellum við niður fyrirhugaðar sýningar á leikritinu Dagbók Önnu Frank sem átti að fara aftur í sýningu hjá okkur komandi helgi.

Við frumsýndum Dagbók Önnu Frank fyrir rúmlega ári síðan við mjög góðar viðtökur, en þurftum að fella niður sýningar þá vegna sóttvarnaraðgerða og eins síðastliðið haust þegar við ætluðum að hefja sýningar að nýju. Þetta er þess vegna í þriðja skiptið sem við þurfum að hætta við sýningar á verkinu.

Vinna í áhugaleikhúsi er sjálfboðaliðastarf og það eru margar hendur sem koma að sýningum líkt og Dagbók Önnu Frank, hvort sem það er á sviði, bak við tjöldin eða uppi í tækjabrú. Ef síðasta árið hefur kennt okkur eitthvað þá er það einmitt það hversu öflugan hóp af fólki við höfum í för með okkur. Því það er hvergi sjálfgefið að binda sig við slíka sýningu misseri á eftir misseri. Við erum því ótrúlega þakklát hópnum okkar sem hefur alltaf verið til í slaginn, tilbúin til að halda áfram, reyna aftur og gefa af sér dýrmætan tíma og vinnu til að leggja okkur lið.

Að því sögðu, þá sjáum við okkur því miður ekki fært að ætla okkur nýtt sýningartímabil á Dagbók Önnu Frank að svo stöddu.

Allir keyptir miðar verða endurgreiddir að fullu í gegnum Tix.is. Í ljósi aðstæðna má reikna með talsverðu álagi hjá Tix, svo það getur tekið einhverja daga fyrir þá að sinna endurgreiðslum. Við viljum því biðja viðskiptavini okkar um að sýna þolinmæði og biðlund gagnvart þeim.

Munum kurteisisbilið, virðum sóttvarnir og sýnum aðgát.

Hittumst heil!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s