Síðastliðið laugardagskvöld fóru fram tónleikarnir Eitt Spor Enn, þar sem fjöldi listamanna, eða um 65 manns, fluttu lög Eiríks Bóassonar við ljóð ýmissa höfunda.
Er það mál manna að annað eins hafi ekki sést lengi í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru um 170 og ekki vitað til að neinn hafi farið ósáttur heim.

Fyrir tónleikunum stóð Hollvinafélag Freyvangsleikhússins og framkvæmd var í höndum þeirra og Freyvangsleikhússins.

Hollvinafélag Freyvangsleikhússins og stjórn Freyvangsleikhússins vilja þakka öllum sem að stórtónleikunum, síðasliðið laugardagskvöld, stóðu. Það væri ekki hægt að setja á svið svona mikla skemmtun án alls þessa frábæra fólks sem tók höndum saman og gaf alla vinnu sína í þetta verkefni. Líka þökkum við öllu því fólki sem kom og upplifði þessa tónlistarveislu Eiríks Bóassonar fyrsta vetrardag 2022 í Freyvangi og styrkti þar af leiðandi við áframhaldandi starfsemi Freyvangsleikhúsins. Þessir tónleikar voru liður Hollvinafélags Freyvangsleikhússins í að safna fyrir rekstrargjöldum af húsinu Freyvangi fyrir Freyvangsleikhúsið.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s