Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um “kallana” tvo sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965.

Fyrsta útgáfa sögunnar kom út árið 1941 í safni smásagna og var þá töluvert styttri.

Eftir sögunni var gert útvarpsleikrit árið 1946 og þá bætti höfundurinn, Thorbjørn Egner, við tónlist í samstarfi við tónskáldið Christian Hartmann, en þeir áttu seinna eftir að vinna aftur saman að tónlist við annað þekkt verk Egners, Dýrin í Hálsaskógi.

Útgáfan sem við þekkjum kom svo út á bók 1949, myndskreitt af höfundinum sjálfum. Eftir þeirri sögu var gerð leikgerð sem tekin var upp sem brúðumynd og leikstýrt af höfundi. Myndin var frumsýnd árið 1955. Fyrsta þáttinn úr þerri mynd má finna á Youtube, reyndar með enskri talsetningu (https://www.youtube.com/watch?v=VOJo73IGpfE).

Þeir félagar bárust til Íslands 1965 þegar út kom hljómplata með leikritinu í íslenskri þýðingu Huldu Valtýsdóttur, sú útgáfa var gerð að sjónvarpsleikriti hjá ríkissjónvarpinu seint á 7 áratugnum eða snemma á þeim áttunda.

Frá því að sjónvarpsleikritið kom út hafa mörg leikfélög tekið verkið upp, bæði áhuga- og atvinnuleikfélög og hefur verkið þróast nokkuð á þeim tíma en boðskapurinn er alltaf sá sami, hugsaðu vel um tennurnar þínar!

Leikritið um Karíus og Baktus í uppsetningu Freyvangsleikhússins verður frumsýnt 26. nóvember kl. 13:00. Almennt verða tvær sýningingar á laugardögum og tvær á sunnudögum, kl. 13:00 og 15:30.

Miðasala fer fram í síma 857-5598 og á tix.is.

Forsíða fyrstu útgáfu bókarinnar um Karíus og Baktus

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s