Aðalfundur Freyvangsleikhússins var haldinn 13. september síðastliðinn. Mæting var með ágætum, eða 21. Var þar nokkuð um nýja félaga sem teknir voru inn.
Formaður las svo upp skýrslu stjórnar um leikárið 2021-2022. Árið gekk merkilega vel þrátt fyrir mikinn uppgang covid í lok árs 21 og byrjun árs 22. Meðal annars kom fram að fyrsta fullskipaða æfingin fyrir Kardemommubæinn var 3 dögum fyrir frumsýninguna 4. mars.
Gjaldkeri fór í gegnum reikninga félagsins með fundinum. Fjárhagsleg staða félagsins telst nokkuð góð og kom síðasta leikár út í nokkuð góðum plús
Smávægilegar breytingar voru gerðar á lögum félagsins sem snúa að því að frá 1. október 2022 tekur félagið alfarið við rekstri félagsheimilisins. Bætist við lögin ein grein sem segir að stjórnin geti skipað hússtjórn sem hefur m.a. eftirlit með húsinu. Nánari útfærsla á hlutverki og skyldum hústjórnar verður svo skilgreind í sérstökum reglum fyrir hússtjórn.
Kosið var í stjórn. Kjósa þurfti 3 í aðalstjórn, þar sem einn gekk úr stjórn eftir eitt ár vegna annarra verkefna.
Nýir í aðalstjórn eru:
Sveindís María Sveinsdóttir, var áður í varastjórn
Aðalbjörg Þórólfsdóttir
Eyþór Daði Eyþórsson
Í aðalstjórn sitja áfram Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður og Gunnar Möller varaformaður
Í varastjórn voru kosnir, allir nýir
Katrín Ósk Steingrímsdóttir
Ormur Guðjónsson
Björgvin Kolbeinsson.
Freyvangsleikhúsið þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum vel unnin störf og óskar nýrri stjórn velfarnaðar.