Næstu sýningar á Himnaríki – geðklofnum gamanleik

Næstu sýningar á Himnaríki – geðklofnum gamanleik eru sem hér segir:

Það er alltaf svo kósý stemming í kringum ykkur tvö!

9. sýning 16. mars – Stjánasýning

10. sýning 17. mars

11. sýning 23. mars

12. sýning 24. mars

13. sýning 30. mars

14. sýning 31. mars

Miða er hægt að panta hér á heimasíðunni með því að smella á “Panta miða” flipann hér fyrir ofan og í miðsölusíma 857 5598 milli 17 og 19 alla daga og 13 – 19 á sýningardögum. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á freyvangur@gmail.com.

Himnaríki – geðklofinn gamanleikur – næstu sýningar

Það er líka hægt að hafa það náðugt í Himnaríki.

Næstu sýningar á Himnaríki – geðklofnum gamanleik eru sem hér segir:

7. sýning 9. mars – örfá sæti laus
8. sýning 10. mars – uppselt
9. sýning 16. mars – Stjánasýning
10. sýning 17. mars

Miða er hægt að panta hér á heimasíðunni með því að smella á “Panta miða” flipann hér fyrir ofan og í miðsölusíma 857 5598 milli 17 og 19 alla daga og 13 – 19 á sýningardögum. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á freyvangur@gmail.com.

Gagnrýni um Himnaríki á leiklist.is

Við viljum vekja athygli á að gagnrýni á Himnaríki – geðklofinn gamanleik hefur nú bæði birst í Akureyri-Vikublað og á leiklist.is.

Úr gagnrýninni á leiklist.is.

“það er með ólíkindum hvað leikstjórinn hefur náð að samhæfa þennan misreynda hóp. Hraðinn í verkinu er mikill og allir þurfa að skila sínu á hárréttu augnabliki. Það er ekkert nýmæli í gamanleik en tvíleikurinn í verkinu tvöfaldar um leið mikilvægi tímasetninganna. Þannig er persóna sem strunsar út af sviðinu með tilheyrandi hurðarskelli ekki kominn í öryggi baksviðsins, heldur á hún um leið innkomu í senu sem er í gangi fyrir öðrum áhorfendum. Og leikararnir sex bara gera þetta eins og það sé ekkert mál.”

Gagnrýnina má lesa í heild sinni hér.

Frumsýningin á Himnaríki – geðklofnum gamanleik sló í gegn

Við þökkum fyrir frábærar móttökur á frumsýningunni s.l. föstudag og góðar kveðjur sem okkur hafa borist.

Næstu sýningar á Himnaríki eru:

24. febrúar kl. 20:00

25. febrúar kl. 20:00 – örfá sæti laus

2. mars kl. 20:00

3. mars kl. 20:00

Miða er hægt að panta hér á heimasíðunni með því að smella á “Panta miða” flipann hér fyrir ofan og í miðsölusíma 857 5598 milli 17 og 19 alla daga og 13 – 19 á sýningardögum. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.

Gaman gaman – Flott sýning.

Hraði – spenna – grín.

Frábærir leikarar – leikstjórn og leikmynd.

Ánægjulegur árangur.

Til hamingju Freyvangsleikhús.

 

Þráinn Karlsson leikari”

Frumsýning á föstudaginn

Það gengur mikið á í Himnaríki

 

Næstkomandi föstudag 17. febrúar kl. 20:00 verður; Himnaríki – geðklofinn gamanleikur, frumsýndur í Freyvangi. Undirbúningur hefur staðið yfir sleitulaust frá því laust eftir áramót og nú erum við loksins tilbúin að sýna áhorfendum afrakstur erfiðisins.

Sýningar verða kl. 20:00 á föstudögum og laugardögum. Miða er hægt að panta hér á síðunni með því að smella á flipann “Panta miða” eða með því að hringja í miðasölusíma 857 5598 milli kl. 17 og 19 alla daga. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.

Miðaverði er mjög stillt í hóf eða kr. 2.500,-.

1. sýning: 17. febrúar – uppselt

2. sýning: 18. febrúar

3. sýning: 24. febrúar

4. sýning: 25. febrúar

o.s.frv.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Síðasti séns að kaupa gjafabréf á Himnaríki – geðklofinn gamanleik

Í sumarbúastaðaferðum er hefð að kveikja upp í grillinu

 

Freyvangsleikhúsið vekur athygli á að enn er hægt að fá gjafabréf á Himnaríki – geðklofinn gamanleik í Eymundsson.

Fram til 5. febrúar er hægt að kaupa gjafabréf sem kosta 2.000,- kr. en almennt miðaverð er 2.500,- kr.

Hægt er að kaupa miða hér á síðunni undir flipanum Panta miða og í miðasölusíma 857-5598 milli 17 – 19 alla daga.

Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu.