LÖG FREYVANGSLEIKHÚSSINS

  1.  Félagið heitir Freyvangsleikhúsið. Heimili þess og varnarþing er í Eyjafjarðarsveit.
  2.  Tilgangur félagsins er að vekja áhuga á leiklist og að halda uppi leiksýningum og skyldri starfsemi í Freyvangi. Skal að því stefnt að taka til sýningar a.m.k. eitt leikrit á ári. Heimilt er að stofna sjóði innan félagsins til ákveðinna verkefna.

  3.  Rétt til inngöngu hafa allir sem hafa áhuga á leiklist og störfum þar að lútandi. Úrsagnir skulu vera skriflegar og lagðar fram á aðalfundi.

  4.  Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu. Hann skal haldinn að hausti, eigi síðar en 16. september. Aukafundi skal halda svo oft sem þurfa þykir og ef 10 félagsmenn óska þess skriflega. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundum. Á aðalfundi skal taka fyrir:
  • skipan fundarritara,
  • skipan fundarstjóra,
  • inntöku nýrra félaga,
  • skýrslu formanns,
  • skýrslu gjaldkera,
  • lagabreytingar ef þarf,
  • kosningar,
  • önnur mál.

Aðalfund skal auglýsa eigi síðar en 3 dögum fyrir fund. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.

  1.  Stjórn skipa 5 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Þeir skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, þannig að annað árið er kosinn formaður og tveir stjórnarmanna, en hitt árið tveir stjórnarmenn. Formaður er kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Kosningar skulu bundnar við uppástungur. Stjórnarmann má ekki endurkjósa nema tvisvar í röð. Varastjórn skipa 3 menn og eru kjörnir til eins árs í senn. Varamenn má endurkjósa tvisvar í röð. Á aðalfundi skal kjósa 2 endurskoðendur til eins árs.

  2. Stjórn félagsins er heimilt að skipa hússtjórn fyrir félagsheimilið Freyvang. Hússtjórn mun fara með málefni hússins í umboði stjórnar á meðan rekstur þess er á ábyrgð félagsins.

  3.  Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og séu 2/3 hlutar fundarmanna samþykkir breytingunni. Lagabreytingartillagna skal getið í fundarboði.

  4.  Lög þessi öðlast gildi þegar aðalfundur hefur samþykkt þau, jafnframt eru eldri lög og lagabreytingar úr gildi fallin.

Þannig samþykkt á aðalfundi Freyvangsleikhússins þann 1. september 2007. Breytingar samþykktar á aðalfundi 9. september 2011. Breytingar samþykktar á aðalfundi 13. september 2022.