Hvað heitir þú? Jakob Ágúst Róbertsson
Hvað ertu gamall/gömul? 21árs
Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi
Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Jónatan Brewster
Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hversu klikkaður hann er.
Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Jájá, til dæmis að spúa eldi.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? 1ár.
Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Nei
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Amma mín var alltaf amk. 1x á ári í einhverju leikriti og mér fannst svo gaman að horfa á þau að mig langaði að prófa.
Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Tónlistarmaður eða stálsmiður
Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér?
Helling og böns af beikoni
Og að lokum….
Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Ragnar nokkur Bollason nappaði kökunni úr krúsinni í gær.
Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!
Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.