Þjófurinn Glámur er æstur í gullpeninga, og lætur ekkert stoppa sig í að koma höndunum á nokkra slíka… nema kannski apa.
Hvað heitir þú?
Róbert Ólafsson
Hvað ertu gamall/gömul?
46 ára
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?
Þjófinn Glám og sjóræningja
Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?
Hvað hann er nú pínu vitlaus og fyndinn
Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?
Já, þekki þær nokkuð vel
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?
Þetta er mitt annað leikár
Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?
Síðan 2015, fyrst sem hljóðmaður og síðan sem leikari
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?
Langaði að prófa að fara út fyrir þægindarammann
Hvað borðar þú í morgunmat?
Hleðslu og kaffi
Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?
Allan daginn apa, þeir eru svo krúttlegir
Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?
Inn í ísskáp
Hvað hefurðu ferðast til margra landa?
10 landa
Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)
Hr. Níels er sterkari en Lína Langsokkur
Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?
Hef ekki ennþá uppgvötað hann
Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Sjóræningi
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?
Hesturinn hennar Línu æfir ballett!
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.
Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.