Síðastliðinn föstudag frumsýndum við stórvirkið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson við frábærar móttökur, og var önnur sýning á laugardeginum engu síðri.
Eftir 7 vikna æfingarferli með stórskemmtilegum hóp er þessi stórglæsilega sýning nú komin í sýningu, og hlakkar hópurinn mikið til að fá að deila afrakstrinum með almenningi næstu helgar fram á vor.
Í verkinu göngum við inn í minningar ungs manns í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu.
Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson, en tónlistin er í hávegum höfð í verkinu og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró sem voru vinsæl lög á sjöunda áratugnum.
3. Sýning 2. Mars
4. Sýning 3. Mars
5. Sýning 9. Mars
6. Sýning 10. Mars
7. Sýning 16. Mars
8. Sýning 17. Mars
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 frá kl. 16-20 alla daga.